ALLT UM HARÐVIÐINN 

Harðviður dregur ekki í sig vatn, þafnast ekki fúavarnar og gera má ráð fyrir því að ending harðviðarins skipti áratugum án viðhalds. 

Harðviðarklæðningar sem má nýta utanhúss sem innan. Ýmist er harðviðarklæðningin hefluð á alla kanta eða grófsöguð. Harðviður er mjög einangraður viður og heldur hita vel einnig hljóðeinangrun.

Pallaefni er einnig vel þekkt fyrir gæði og endingu, sami viður er í útiveggjum húsanna 4,5cm. Massranduba pallaefni sem er 10cm x 1 cm, einnig mjög hentugur sem þakantar.

Harðviðartegundirnar okkar eru:

Jatoba, Massaranduba, Angelim og Chindrinio og hver tegundin hefur sitt lykilhlutverk.

Jatoba er rauðbrúnn harðviður með og er sérstaklega harður harðviður (harka 1.253 kgf / Þéttleiki 955 kg/m3). Jatoba er notuð í ýmsan byggingariðnað, gólfefni, hurðir, gluggakarma og loft- og veggklæðningar. Í Jatoba bjóðum við nótaða vatnsklæðningu, pallaefni, þakkantsefni, gluggaefni, vegg og loftklæðningu.

Massaranduba er best ætlaður sem utandyraklæðning. Hann er rauðbrúnn harðviður af Jatobastofni með ljósan tón í bland,  sérstaklega harður (harka 1.192kgf / Þéttleiki 1.100 kg/m2) og dugandi í vatni. Hefur verið notaður undir járnbrautateina um alla  Brasilíu, til skipasmíða, húsgagna- og stigasmíða ofl.  Frábær harðviður úti sem pallaefni, vatnsklæðning ofl., einnig inni t.d. sem parket, vegg- og loftklæðning. Massaranduba hefur sérstaklega langa endingu.

Í Macaranduba bjóðum við nótaða vatnsklæðningu, pallaefni, nótað þakkantsefni, gluggaefni, vegg- og loftklæðningu.

 

Angelim er ljos harðviður sem oft er kallaður (brasilisk fura)

er notaður i Hurða og gluggasmiði.

Chindrinio er notaður í klæðningu og er vatnsheldur og hentar bæði úti sem inni. 

​Á myndinni er loftklædningin í Chindrino sem hentar vel á loftið

Macaranduba klæðning á húsinu.

Efnispakki:

123,6 m² Heilsárshús

9,2 mil

sjá nánar hér

HÚS & HARÐVIÐUR ehf - Páll Jónsson, Sími: (+354) 6120668  

Netfang: info@husoghardvidur.is