UM HARÐVIÐARHÚSIN   

Harðviðarhúsin okkar eru burðasterk í gegnheilum harðviði og því eru engin takmörk á endingartímanum og því vel sniðin íslenskri veðráttu.

 

Klæðningin á húsunum er 4,5cm maghony harðviður sem gefur góða hljóðeinangrun og einnig einangrun gagnvart hita. Burðargrindin er tilsniðin ásamt klæðningu. Það eru þaksperrur ásamt þakpappa og þakjárni. Þak hússins er valmaþak klætt með svörtu galvaniseruðu járni. Einnig fylgja útihurðir ásamt gluggar með tvöföldu gleri.

 

Við erum með pallaefni í harðvið og harðviðarpanill sem loftklæðning, sem pantast aukalega..

Smáhýsin eru frá 24 m2 og hægt er að panta í mismunandi stærðum.

Heilsárshúsin koma einnig í fleiri stærðum og í allt upp að 220 m2.

Hægt er að breyta teikningunum ef þess er óskað. Húsin eru hönnuð í samræmi við íslenskar reglugerðir. 

 

Afhendingartíminn er allt upp að 90 dagar frá pöntun. Vinsamlegast hafið samband varðandi uppsetningu húsanna.

Einnig er hægt er að panta efnispakka (sem er án uppsetningu) í tveimur stærðum.Við erum með tilboð á tvo efnispakka sem er heilsárshús og smáhýsi.

Efnispakki 1:

 

Heilsárshúsið er 123,6 m2. Byggingarefni í húsið er brasilískur harðviður sem heitir Massranduba og efnisþykkt í klæðningu er 4,5 cm. Húsið er hannað i samræmi við Islenska reglugerðir

 

Byggingastig 1

 • Tilbúið að utan, fokhelt að innan

 • Burðargrind tilsniðin ásamt klæðningu

 • Þaksperrur ásamt þakpappa og þakjárni á þakið

 • 3 stk útihurðir ein þeirra er 1 tvöföld

 • Gluggar með gleri

 • Harðviðarpallaefni 100m2

 • Loftklæðning 150m2 í harðviðarpanil

 

Verð: 9,200,000 m/vsk (án uppsetningu)

 

Afhendingartími eru allt upp að 3 mánuðir frá staðfestingu kaupanda með 50 % innborgun

eða með bankaábyrgð.

Efnispakki 2:

Smáhýsið er 24 m2 og einnig brasilískur harðviður Massranduba með efnisþykkt 4.5 cm í klæðningu.

  

Byggingastig 1

 • Tilbúið að utan, fokhelt að innan

 • Burðargrind tilsniðin ásamt klæðningu

 • Þaksperrur ásamt þakpappa og þakjárni á þakið

 • 1 stk útihurð

 • Gluggar með gleri

 • Harðviðarpallaefni 20m2

 • Loftklæðning 30m2 í harðviðarpanil 

Verð: 1,900,000 m/vsk (án uppsetningu)

Smáhýsin eru tilbúin til afhendingar.

50% við staðfestingu af kaupverði eða með bankaábyrgð.

Hér fyrir neðan sjáið þið teikningar af bæði 123,6 og 24 m2 húsum.

UPPSETT HÚS TILBÚIÐ TIL AFHENDINGAR 

 

Við erum með uppsett heilsárs sumarhús sem er tilbúið til flutnings frá Reykjavík.
Húsið er tilbúið til innréttinga ásamt harðviðar plankagólfefni. Þetta er 33 m2

að stærð með 1 svefnherbergi, baðherbergi, gangur og opið rými stofu og eldhúss.
Aukin lofthæð er í húsi eða 3,20 m og með fallegri loftklæðningu í harðviðarpanel ásamt innfelldri lýsingu. Hurðir og gluggar eru úr gegnheilum harðvið. Tvöfallt gler er í öllum gluggum. Búið er að draga í rafmagn og kominn tafla. Fjarstýrð rafhitun verður í húsi er verður komið fyrir í stofu, svefnherbergi, gangi og á baðherbergi. Harðviðarplankagólf Garpa verður lagt er hús er komið á áfangastað. Hús er klætt að utan með 4,5cm maghony harðvið sem gefur góða hljóðeinangrun og einangrun gagnvart hita. Þak hússins er valmaþak klætt með svörtu galvaniseruðu járni.

Verð er 11.900.000.-

Sjáið myndir hér fyrir neðan og hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Teikning af 24 m2 smáhýsi

DSC_0409 (1).JPG.jpg
Views%20(1)_edited.jpg
0001_edited.jpg

Teikning af heilsárshúsi 123,6 m2. 

Hér á myndinni fyrir neðan er 90 m2 uppsettu.heilsárshúsi.