FYRIRTÆKIÐ

Eigandi og stofnandinn af Hús og Harðviður ehf er Páll Jónsson. Fyrirtækið hefur verið á markaðnum síðan árið 2000, og fyrsta húsið kom til landsins í ágúst sama ár. Í dag eru húsin yfir 30, dreifð yfir landið enda henta þessi hús einstaklega vel í íslenska veðráttu.

Markhópurinn okkar hefur alfarið verið einstaklingar en við seljum einnig til stærri hópa, allt eftir fyrirspurn og getu.

 

 

Viðartegund húsanna heitir Massranduba sem er af mahogni stofni og er einstaklega harður (harka 1,250kg og þéttleiki 955kgm3). Húsin eru til í mörgum stærðum frá 24m2 til 220m2 og í mismunandi útliti. Húsin eru hönnuð í samræmi við íslenskar reglugerðir. Hægt er að breyta teikningunum eftir séróskum og veiti ég hér mína ráðgjöf með margra ára reynslu. 

Harðviðurinn er innfluttur frá Brasilíu í gegnum Casa Tropical, smellið hér til að heimsækja síðuna þeirra.

Endilega hafið samband með að senda mér tölvupóst eða hringið fyrir frekari áhuga.

Efnispakki:

123,6 m² Heilsárshús

9,2 mil

sjá nánar hér